tisa: Nennleikinn í lágmarki

föstudagur, apríl 24, 2009

Nennleikinn í lágmarki

Sumarið er byrjað.
Ehhhh....

Dagurinn var samt eiginlega týpískt íslenskt sumar í heild.
Ekkert það hlýtt og meiri rigning en maður kærir sig um en þó örlítið sólskin inni á milli.

En ég var að sjálfsögðu í vinnunni.
Sjoppudama af lífi og sál.
Sjoppudaman barðist við brjáluð unglingagengi sem keyptu næstum alla orkudrykkina í sjoppunni og urðu enn brjálaðari.  
Hún dílaði við börn sem gengu um á einhverskonar kengúruprikum sem maður festir við lappirnar á sér og skoppuðu út um allt.  
Mattsattax, Mattsattax!!! Görguðu þau í kór.
Svo fraus lottóvélin.
Gaurinn sem gaf mér bjór í vinnunni af því ég gat giskað á hvað hann væri gamall kom og við spjölluðum um hvort hann ætti frekar að hafa pinnamat eða snakk í partíinu sínu.


Ég sit hér alein í myrkrinu og nenni ekki að standa upp til að kveikja ljósið.
Er að jafna mig eftir daginn.
Átti ekki neinn mat svo ég borðaði eintómt pasta og síðan smá haframjöl af því að ég nennti ekki út í búð.
Ég horfði á tvær leiðinlegar myndir.
Ég horfði á tvo skemmtilega þætti.
Og til að enda þetta kvöld með stæl ætla ég að lesa bók um neanderdalsmenn.

Líf mitt er villt og tryllt og mig langar í vínglas.
Bara ef ég nennti að standa upp.



tisa at 00:09

3 comments